Hoppa yfir valmynd
11. júní 2007 Forsætisráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra

Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra
GretaIngtorsdottir

Gréta Ingþórsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Gréta er fædd í Reykjavík 1966. Hún hefur verið framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna sl. tæp átta ár. Hún var útgáfustjóri aðalnámskrár í menntamálaráðuneytinu 1998-1999 og þar áður blaðamaður á Morgunblaðinu. Hún er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, með BA-próf í þýsku frá Háskóla Íslands og hefur verið í meistaranámi í hagnýtum hagvísindum við Háskólann á Bifröst. Gréta er í sambúð með Gísla Hjartarsyni. Þau eiga tvö börn á lífi.


Reykjavík 11. júní 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta