Hoppa yfir valmynd
13. júní 2007 Matvælaráðuneytið

Tilkynning frá landbúnaðarráðuneyti um matvöruviðskipti Íslands og Evrópusambandsins

Undanfarin misseri hefur staðið yfir vinna innan Stjórnarráðsins sem miðar að innleiðingu hérlendis á Evrópureglum um öryggi matvæla. Samhliða þessu hefur staðið yfir endurskoðun á undanþágum sem Ísland hefur fram til þessa notið frá viðauka I við EES-samninginn um heilbrigði dýra og afurða þeirra, sem leitt getur til upptöku samræmdra reglna á þessu sviði um annað en það sem varðar lifandi dýr.

Þær breytingar sem af þessu starfi geta leitt fela fyrst og síðast í sér samræmingu á lögum og reglum um öryggi matvæla. Slík samræming er til einföldunar og greiðir eðli máls samkvæmt fyrir gagnkvæmum milliríkjaviðskiptum. Innleiðing Íslands á matvælalöggjöf Evrópusambandsins og yfirtaka á reglum viðauka I hefði hins vegar ekki í för með sér breytingu á tollum eða tollkvótum sem Ísland beitir í milliríkjaviðskiptum, hvorki gagnvart Evrópusambandinu né öðrum ríkjum. Að sama skapi hefði slík breyting ekki áhrif á þá tolla og tollkvóta, sem Evrópusambandið beitir í viðskiptum við Ísland. Að þessu virtu má vera ljóst að villandi er að fjalla um frjálst vöruflæði milli Íslands og Evrópusambandsins í þessu sambandi, sem gefur til kynna önnur viðskiptakjör en gilda í raun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum