Hoppa yfir valmynd
18. júní 2007 Dómsmálaráðuneytið

Áritanadeild opnuð í Beijing

Deild til útgáfu vegabréfsáritana tók til starfa í sendiráði Íslands í Beijing 15. júní sl. Átján manna kínversk sendinefnd fékk fyrstu áritanirnar, en hún er á leið til Íslands vegna viðræðna um fríverslun landanna. Jóhann Jóhannsson veitir deildinni forstöðu í umboði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Jóhann er sérfróður um útlendinga- og áritanamál vegna starfa fyrir ráðuneytið og útlendingastofnun.

Frá því að Íslendingar hófu þátttöku í Schengen-samstarfinu í mars 2001 hafa allar vegabréfsáritanir til Íslands verið gefnar út af sendiráðum annarra Schengen-ríkja. Er sendiráðið í Beijing fyrst íslenskra sendiráða til þess að gefa út Schengen-vegabréfsáritanir.

Schengen-áritanir gilda til ferðalaga um allt Schengen-svæðið. Mikil ásókn er í slíkar áritanir og er því gætt mikillar varkárni við útgáfu þeirra.

Samskipti Íslands og Kína hafa aukist mikið og hratt. Fyrir viku stofnuðu til dæmis 20 íslensk fyrirtæki með starfsstöðvar í Kína Beijing Icelandic Business Forum. Var þar lýst ánægju yfir því skrefi, sem stigið er með því að stofna áritanadeild í íslenska sendiráðinu.

Reykjavík, 18. júní 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta