Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlanda
Geir H. Haarde forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda á morgun, þriðjudaginn 19. júní. Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands er gestgjafi að þessu sinni og er fundurinn haldinn í Punkaharju í Finnlandi. Auk Geirs sitja fundinn Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Sameiginleg viðbrögð Norðurlanda við aukinni hnattvæðingu, auk málefna sem snerta Sameinuðu þjóðirnar, ESB, grannsvæðin, og tengslin við Rússland eru meðal atriða sem rædd verða á fundinum.
Reykjavík 18. júní 2007