Hoppa yfir valmynd
19. júní 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Aðflutningur erlendra ríkisborgara

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 14. júní 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Málefni erlendra ríkisborgara hafa mjög verið í umræðu hér á landi.

Er það ekki að undra enda hefur þeim fjölgað mjög síðastliðin ár. Um síðastliðin áramót töldust 18.652 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi, sem eru 6% af heildarfjölda landsmanna sem töldust 307.672.

Þess má geta að á undanförnum 16 árum hafa um 5.600 erlendir ríkisborgarar, ýmist aðfluttir eða innfæddir, fengið íslenskt ríkisfang. Langstærsti hópurinn frá einu landi eru Pólverjar, eða tæp 6.000 en það eru 1,9% íbúa landsins og tæpur þriðjungur aðfluttra. Litháar voru næst fjölmennastir, eða tæp 1.000, sem jafngildir rúmlega 5% erlendra íbúa. Fjöldi aðfluttra frá hinum Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi og Lettlandi, var nokkru minni, eða rúmlega 400. Samanlagt voru því ríkisborgarar frá Eystrasaltsríkjunum tæplega 8% aðfluttra.

Til samanburðar voru rúmlega 1.700 manns frá hinum Norðurlöndunum, eða 9% erlendra íbúa. Frá hinum mörgu ríkjum Vestur?Evrópu voru rúmlega 3.000 manns, eða 16% aðfluttra. Frá öðrum ríkjum Evrópu voru ríflega 1.000 manns, eða tæp 6%. Yfir 70% aðfluttra, eða um 13.200 eru því frá Evrópu.

Frá Asíu komu tæplega 2.900 manns, eða 16% aðfluttra. Þar af er tæpur helmingur frá Taílandi og Filippseyjum. Það er því ljóst að opnun landsins og gróska á vinnumarkaði hefur leitt til mikils aðstreymis erlendra ríkisborgara, sem færir íbúasamsetningu landsins nær því sem er í löndum umhverfis okkur. Þannig er hlutfall aðfluttra á Íslandi orðið nær því sem það er á Norðurlöndunum, þar sem margir aðfluttir hafa fengið nýtt ríkisfang, þótt það sé lægra en á Bretlandseyjum.

Erlendir ríkisborgarar eftir ríkisfangi 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta