Hoppa yfir valmynd
19. júní 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mikil aukning útgjalda til heilbrigðismála

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 14. júní 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Frá 1998 til 2007 hafa árleg útgjöld til heilbrigðismála aukist um 34 milljarða króna á föstu verði. Það jafngildir 57% raunaukningu.

Útgjöld til heilbrigðismála 1998 og 2007

Á verðlagi ársins 2007
1998 m.kr.
2007 m.kr.
Hækkun m.kr.
Hækkun %
Almenn sjúkrahúsaþjónusta
32.475
41.933
9.458
29
Sérstæð sjúkrahúsaþjónusta
524
942
417
80
Öldrunar- og endurhæfingarstofnanir
8.931
22.085
13.154
147
Almenn heilsugæsla
7.021
13.701
6.680
95
Sérstæð heilsugæsla
292
336
44
15
Tannlæknaþjónusta
1.144
1.336
192
17
Sjúkraþjálfun og önnur heilsugæsla
774
1.538
764
99
Lyf og hjálpartæki
6.902
8.805
1.902
28
Önnur heilbrigðismál
1.515
2.962
1.446
95
Samtals
59.580
93.636
34.057
57

Taflan sýnir útgjöld til heilbrigðismála á árinu 1998 á verðlagi ársins 2007 samanborið við fjárlög 2007. Samkvæmt fjárlögum 2007 eru útgjöld til heilbrigðismála samtals 93,6 milljarðar króna, sem er um 25,5% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Langmest hefur aukningin orðið í útgjöldum öldrunar- og endurhæfingastofnana eða um 147% hækkun sem jafngildir 13 milljörðum króna. Einnig hefur orðið mikil hlutfallsleg hækkun í útgjöldum til almennrar heilsugæslu, sjúkraþjálfunar og annarra heilbrigðismála eða nálægt 100% aukning.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta