Hoppa yfir valmynd
20. júní 2007 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherrar ræða vernd barna

Málefni tengd vernd barna og efni refsireglna í því skyni voru helsta umræðuefnið á fundi norrænna dómsmálaráðherra, sem haldinn var í Koli í Finnlandi í dag.

Sérstaklega var rætt um leiðir til að hindra, að netið sé notað til að lokka börn til kynferðislegs sambands og hvernig unnt sé að bregðast við hættum af þessum toga með refsireglum.

Ákveðið var, að ríkislögreglustjórar landanna skyldu ræða sameiginlegar aðgerðir Norðurlanda gegn misnotkun á netinu gegn börnum á næsta fundi sínum og leggja til grundvallar skýrslu frá norska dómsmálaráðuneytinu um varnarráðstafanir í þágu barna. Ráðherrarnir stefna að aukafundi um málið í desember í Ósló.

Meðal annarra umræðuefna á fundinum voru ákvarðanir dómsmála- og innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Lúxemborg 12. júní sl. um aukið lögreglusamstarf á grundvelli Prüm-samningsins. Ákváðu norrænu ráðherrarnir að nánara lögreglusamstarf ríkja þeirra skyldi rætt í ljósi þessarar þróunar.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sátu fundinn fyrir Íslands hönd.



Reykjavík 20. júní 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta