Hoppa yfir valmynd
22. júní 2007 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Á fundinum ræddu ráðherrarnir um náið samstarf Íslands og Noregs um mikilvæg sameiginleg hagsmunamál ríkjanna á sviði umhverfis-, öryggis- og Evrópumála. Einnig ræddu ráðherrarnir um loftslagsmálefni og kynnti norski forsætisráðherrann nýja loftslagsstefnu norsku ríkisstjórnarinnar fyrir utanríkisráðherra. Voru ráðherrarnir sammála um að mikilvægt væri að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða næðist á ráðherrafundi Loftslagssamningsins í Kaupmannahöfn 2009 og að Norðurlöndin hefðu lykilhlutverki að gegna í þeim efnum.

Utanríkisráðherra fór í gær til Tromsö í Norður-Noregi í boði Sven Ludvigsen, fylkishöfðingja Troms-fylkis. Í Tromsö heimsótti utanríkisráðherra Sjávarútvegsháskólann í Tromsö og kynnti sér starfsemi Heimskautastofnunar Noregs og rannsóknir stofnunarinnar á áhrifum loftslagsbreytinga á Norðurheimskautið.

Opinberri heimsókn utanríkisráðherra til Noregs lauk í dag.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta