Höfðahreppur verður Sveitarfélagið Skagaströnd
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra staðfesti í dag ákvörðun hreppsnefndar Höfðahrepps frá 12. júní síðastliðnum um að sveitarfélagið skuli heita Sveitarfélagið Skagaströnd. Nafnbreytingin tekur gildi 1. september næstkomandi.
Nafnið Skagaströnd hefur um langt skeið verið nafn á verslunarstaðnum og þorpinu sem nefnt hefur verið sveitarfélagið Höfðahreppur. Þótt það nafn hafi verið notað um sveitarfélagið síðan það var stofnað árið 1939 þótti hreppsnefnd það ekki hafa nægjanlega mikla samsvörun við nafnið á byggðinni og oft hafa valdið miskilningi um tengingu við hana.
Ákvörðun hreppsnefndar um að breyta nafninu er tekin að undangenginni skoðanakönnun sem fór fram samhliða kosningum til Alþingis.
Auglýsing um staðfestingu á breyttu stjórnsýsluheiti Höfðahrepps