Hoppa yfir valmynd
26. júní 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ný könnun um stöðu og framtíðarhorfur fyrirtækja

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 21. júní 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Niðurstöður nýrrar könnunar um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi liggja nú fyrir, en könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands og Samtaka atvinnulífsins og var framkvæmd af Capacent-Gallup á tímabilinu 8. til 31. maí.

Í endanlegu úrtaki voru 370 fyrirtæki og tóku 223 þeirra þátt í könnuninni. Svarhlutfall var því rúm 60%.

Vísitala efnahagslífsins mælist nú 197 stig, sem er hæsta mæling frá upphafi. Flestir forráðamenn fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu góðar. Engir forráðamenn í fyrirtækjum í fjármála- og tryggingastarfsemi, sjávarútvegi, byggingarstarfsemi og veitum og ýmsri sérhæfðri þjónustu telja að ástandið sé slæmt. Bjartsýni um horfur í efnahagslífinu á næstu sex mánuðum er hinsvegar mun minni og hefur vísitala efnahagslífsins sex mánuði fram í tímann lækkað úr 117 stigum í febrúar í tæp 107 stig.

Þá telja 51% svarenda að skortur sé á starfsfólki, en 40% svarenda töldu svo vera í febrúar. Fyrirtæki í fjármála- og tryggingastarfsemi og í ýmsri sérhæfðri þjónustu eru áberandi hvað það varðar, sem bendir til að skortur sé á háskólamenntuðum einstaklingum. Fyrirtæki í byggingarstarfsemi, veitustarfsemi, iðnaði og sjávarútvegi telja skortinn minni, en þau virðast hafa meiri möguleika á að ráða erlenda starfsmenn. Tæplega helmingur fyrirtækja telur að starfsmönnum fjölgi á næstu 6 mánuðum.

Vísitala efnahagslífsins



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta