Reglugerð um takmörkun á hávaða frá þotum
Samgönguráðuneytið óskar eftir umsögn þeirra sem málið varðar um drög á reglugerð um takmarkanir á hávaða frá þotum sem fljúga undir hljóðhraða í almenningsflugi. Frestur til að skila umsögn er til þriðjudags 10. júlí.
Reglugerðin byggist á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/93/EB og kemur hún í stað eldri reglugerðar um takmörkun á hávaða frá þotum sem fljúga undir hljóðhraða í almenningsflugi nr. 490/1999.
Reglugerðardrögin er að finna hér.
Vekja má athygli á að fleiri reglugerðir um flugmál eru nú til umsagnar sem sjá má hér.