Utanríkisráðherra heimsækir leiðtogafund Afríkusambandsins
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur í dag af stað til Gana þar sem hún mun sækja leiðtogafund Afríkusambandsins sem hófst 25. júní og lýkur 3. júlí. Dagana 28.–29. júní sitja utanríkisráðherrar Afríku sinn ellefta framkvæmdaráðsfund. Utanríkisráðherra mun þá daga eiga tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Afríkuríkja.
Markmið ferðarinnar er annars vegar að ræða í nálægð afstöðu til þróunarsamvinnu og málefna Afríku, en íslensk stjórnvöld leggja nú stóraukna áherslu á þróunarmál, og hins vegar að ræða málefni öryggisráðsins, en starfstími ráðsins fer að miklu leyti í að fjalla um málefni Afríku.