Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2007 Matvælaráðuneytið

Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra

Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra og tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi.

Jón Þór er fæddur árið 1970. Hann lauk BS og MS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands. Þá lauk hann doktorsprófi í hagfræði frá Stockholm School of Economics árið 2003. Jón var um árabil sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands ásamt stundakennslu þar. Þá var hann dósent hjá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og fyrsti forstöðumaður Rannsóknarseturs Verslunarinnar við þann skóla. Síðasta ár hefur Jón Þór gengt stöðu dósents og forstöðumanns meistaranáms í fjármálum og reikningshaldi hjá Háskólanum í Reykjavík. Meðfram þessum störfum hefur hann lagt stund á rannsóknir og ráðgjöf, einkum á sviði orku- og samkeppnismála.

Jón Þór er kvæntur Önnu Sigrúnu Baldursdóttur og eiga þau tvær dætur.

Reykjavík, 3. júlí 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum