Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2007 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 34,1 milljarða króna innan ársins, sem er 5,9 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman mun hægstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust um 32 milljörðum hærri en í fyrra meðan gjöldin jukust um 18,9 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 40,4 milljarða króna sem er 66,2 milljörðum lakara en á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af 30,3 milljarða kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka Íslands með 44 milljarða króna eiginfjárframlagi ríkissjóðs í byrjun maí.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–maí 2007

(Í milljónum króna)

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

108.695

109.190

136.556

155.065

187.116

Greidd gjöld

106.315

113.248

126.546

126.171

145.154

Tekjujöfnuður

2.380

-4.057

10.009

28.894

41.961

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-12.059

-

-

-

 

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

173

1.110

1.557

-613

-7.818

Handbært fé frá rekstri

-9.506

-2.947

11.566

28.281

34.143

Fjármunahreyfingar

16.858

3.428

6.537

-2.428

-74.502

Hreinn lánsfjárjöfnuður

7.352

481

18.102

25.853

-40.359

Afborganir lána

-17.929

-28.389

-29.994

-38.104

-32.143

   Innanlands

-5.521

-3.389

-13.770

-15.231

-21.034

   Erlendis

-12.408

-25.000

-16.224

-22.873

-11.109

Greiðslur til LSR og LH

-3.125

-3.125

-1.550

-1.650

-1.650

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-13.702

-31.033

-13.442

-13.901

-74.152

Lántökur

16.540

40.861

9.273

11.010

46.452

   Innanlands

15.160

17.318

4.005

2.910

42.061

   Erlendis

1.380

23.544

5.268

8.100

4.391

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

2.838

9.828

-4.168

-2.890

-27.700

Lántökurársins nema um 46,5 milljörðum króna og hækka um  35,4 milljarða milli ára. Þar munar mest um 26,9 milljarða lántöku vegna kaupa á Landsvirkjun. Þá voru 1,7 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Staða á sjóðs- og bankareikningum versnaði um 27,7 milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum ársins.

Innheimtar tekjurríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins námu 187 milljörðum króna. Það er rúmum 32 milljörðum meira en í fyrra eða 20,7% aukning tekna milli ára. Skatttekjur og tryggingargjöld námu 167 milljörðum og jukust um 24,6 milljarða milli ára eða 17,3 %að raunvirði (þá er tekjuskattur lögaðila í janúar 2006 leiðréttur fyrir tilfærslu eindaga yfir áramótin). Þar af námu skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila 67 milljörðum og jukust um 19,8% að raunvirði milli ára. Tekjuskattur einstaklinga nam tæpum 37 milljörðum, tekjuskattur lögaðila rúmum 9 milljörðum og fjármagnstekjuskattur tæpum 21 milljarði króna. Innheimta fjármagnstekjuskattsins fer að mestu leyti fram í janúar ár hvert og innheimtust 20 af 21 milljarði í janúarmánuði. Innheimta veltuskatta nam tæpum 77 milljörðum á tímabilinu, rúmlega 8 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra, sem samsvarar 5,7% aukningu umfram verðbólgu. Miðað við hreyfanlegt 6 mánaða meðaltal er raunvöxtur veltuskatta í heild milli ára nú 0%. Innheimt tryggingagjöld námu 16,4 milljörðum.

Tekjur ríkissjóðs janúar–maí 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

121.223

145.768

167.154

 

19,5

20,2

14,7

Skattar á tekjur og hagnað

42.189

55.847

66.795

 

17,5

32,4

19,6

Tekjuskattur einstaklinga

28.494

31.711

36.716

 

10,1

11,3

15,8

Tekjuskattur lögaðila

3.963

10.214

9.313

 

6,5

157,7

-8,8

Skattur á fjármagnstekjur

9.732

13.922

20.766

 

54,5

43,1

49,2

Eignarskattar

6.276

4.740

4.556

 

59,2

-24,5

-3,9

Skattar á vöru og þjónustu

58.435

68.517

76.808

 

18,3

17,3

12,1

Virðisaukaskattur

39.683

46.799

55.140

 

19,9

17,9

17,8

Vörugjöld af ökutækjum

4.017

5.009

3.629

 

74,9

24,7

-27,6

Vörugjöld af bensíni

3.514

3.471

3.665

 

5,4

-1,2

5,6

Skattar á olíu

2.535

2.489

2.814

 

16,0

-1,8

13,1

Áfengisgjald og tóbaksgjald

4.106

4.242

4.525

 

6,9

3,3

6,7

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

4.580

6.506

7.034

 

-1,3

42,1

8,1

Tollar og aðflutningsgjöld

1.233

1.567

2.210

 

8,1

27,1

41,0

Aðrir skattar

273

315

424

 

.

15,0

34,8

Tryggingagjöld

12.817

14.782

16.362

 

17,7

15,3

10,7

Fjárframlög

209

268

450

 

26,0

28,3

68,0

Aðrar tekjur

15.053

8.742

12.730

 

99,6

-41,9

45,6

Sala eigna

70

287

6.782

 

-

-

-

Tekjur alls

136.555

155.065

187.116

 

25,1

13,6

20,7



 

Greidd gjöld nema 145,2 milljörðum króna og hækka um 19 milljarða frá fyrra ári, eða 15%. Mest munar um greiðslur almannatrygginga sem hækka um 5,4 milljarða. Þá hækka greiðslur til heilbrigðismála um 3,4 milljarða og um 2,7 milljarða til almennrar opinberrar þjónustu. Greiðslur til menntamála hækka um 1,8 milljarða en aðrir málaflokkar hækka minna.

Gjöld  ríkissjóðs janúar–maí 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

23.990

18.016

20.758

 

-24,9

15,2

Þar af vaxtagreiðslur

14.066

6.393

7.124

 

-54,6

11,4

Varnarmál

126

226

259

 

78,8

14,7

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

4.417

5.459

6.647

 

23,6

21,8

Efnahags- og atvinnumál

10.081

15.283

18.247

 

51,6

19,4

Umhverfisvernd

984

1.129

1.404

 

14,7

24,4

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

156

173

181

 

11,0

4,9

Heilbrigðismál

29.731

33.988

37.391

 

14,3

10,0

Menningar-, íþrótta- og trúmál

5.465

5.818

6.968

 

6,4

19,8

Menntamál

12.581

14.288

16.125

 

13,6

12,9

Almannatryggingar og velferðarmál

25.263

28.483

33.918

 

12,7

19,1

Óregluleg útgjöld

2.805

3.309

3.256

 

18,0

-1,6

Gjöld alls

115.599

126.171

145.154

 

9,1

15,0



 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta