Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2007 Matvælaráðuneytið

Bráðabirgðalög um notkun raflagna og raffanga í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli.

Forseti Íslands hefur í dag undirritað lög sem afgreidd voru á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun þess efnis að heimilt sé að nota raflagnir og rafföng í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli til 1. október 2010. Raflagnir og rafföng eru í samræmi við bandaríska staðla og uppfylla því ekki þær kröfur sem gerðar eru í íslenskum lögum og reglugerðum. Því er ljóst að skipta verður um raflagnir innan svæðisins. Það er viðamikið verkefni og mun hafa mikinn kostnað í för með sér. Skólastarf hefst á svæðinu haustið 2007 og til stendur að afhenda fyrstu íbúðir þar um miðjan ágúst. Ómögulegt er talið að koma raflögnum í rétt ástand fyrir þann tíma, auk þess sem erfitt er að fá iðnaðarmenn til starfsins.

Samkvæmt lögunum er Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. gert skylt að leggja fram verkáætlun til Neytendastofu fyrir 1. október 2007 um hvernig staðið verði að breytingum til samræmis við íslenskar kröfur fyrir 1. október 2010.

Þá er jafnframt ákvæði um það í lögunum að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. skuli tilnefna umsjónarmann öryggismála á svæðinu sem starfi í samvinnu við Neytendastofu og að hann uppfylli hæfniskröfur sem gerðar eru í reglugerð nr. 264/1971, um raforkuvirki, með síðari breytingum.

Reykjavík, 6. júlí 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta