Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2007 Innviðaráðuneytið

Ársskýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysa

Of hraður akstur, ölvunarakstur og bílbelti ekki notað eru sem fyrr þrjár algengustu orsakir banaslysa í umferðinni í fyrra. Kemur þetta fram í ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem nýlega er komin út.
Á Hringveginum.
Á Hringveginum.

Í skýrslunni er samantekt um hvert og eitt hinna 28 banaslysa árið 2006 en tala látinna er 31. Slysunum er lýst svo og orsökum þeirra og afleiðingum. Tilgangurinn er að miðla til almennings fræðslu um orsakir umferðarslysa í von um að koma megi í veg fyrir að slík slys endurtaki sig. Einnig fylgja tillögur í öryggisátt þar sem það á við.

Fram kemur í inngangi skýrslunnar að mikilvægt sé að rannsaka ökutæki sem lenda í umferðarslysum. Slíkar rannsóknir krefjist sérfræðiþekkingar, tækjabúnaðar og aðstöðu til að geyma ökurækin. Í fyrra var í gildi samstarfssamningur milli Fræðslumiðstöðvar bílgreina og ríkislögreglustjórans um að stöðin annaðist slíka rannsóknir. Í skýrslu RNU segir að samningurinn hafi orðið til þess að rannsóknir alvarlegra umferðarslysa hafi verið markvissari og upplýst hafi verið um mikilsverð atriði sem varði ástand ökutækja. Hvetur nefndin til þess að slíkur samningur komist á að nýju og er það mál nú í skoðun hjá samgönguráðuneytinu og ríkislögreglustjóranum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta