Samráðsfundur umhverfisráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka
Samráðsfundur umhverfisráðuneytisins með frjálsum félagasamtökum var haldinn fyrir skömmu. Á fundinum gafst Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra tækifæri til að ræða við fulltrúa félagasamtaka á sviði umhverfismála og kynna fyrir þeim stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Í kjölfarið var rætt um einstök mál sem varða umhverfisráðuneytið, þar á meðal Vatnajökulsþjóðgarð, álver í Helguvík og lagningu hálendisvega.