Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breiðavíkursamtökin opna heimasíðu

Opnun heimasíðu BreiðavíkursamtakannaFélagsmálaráðherra opnaði í gær með formlegum hætti nýjan vef Breiðavíkursamtakanna við hátíðlega athöfn í félagsheimili Laugarneskirkju.

Að sögn formanns Breiðavíkursamtakanna, Páls Rúnars Elíssonar, er tilgangur vefsíðunnar „að ná til allra þeirra sem eiga um sárt að binda eftir dvöl á upptökuheimilum, bæði vegna frelsissviptingar og einnig vegna meðferðar á heimilunum. Einnig að safna saman upplýsingum um flest þau heimili sem koma við sögu. Að síðustu er það von okkar að vefsíðan hjálpi okkur sem þjóð að gera upp með eðlilegum hætti svartan blett á sögu þjóðarinnar og sérstaklega að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig.”

Félagsmálaráðherra þakkaði Breiðavíkursamtökunum og þeim hugrökku einstaklingum sem hafa stig fram og opnað umræðuna um þessi erfiðu mál, hjartanlega fyrir þeirra mikilvæga framlag. Slóð heimasíðunnar er breidavikursamtokin.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum