Umhverfisráðherra tekur þátt í landgræðslu
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók fyrir skömmu þátt í að planta trjám við Litlu kaffistofuna á vegum samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Nemendur úr Vinnuskóla Reykjavíkur og Kópavogs og evrópskir sjálfboðaliðar tóku einnig til hendinni við þetta tilefni en þeir hafa unnið með samtökunum að landgræðslu í sumar.
Heimasíða Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs.