Hoppa yfir valmynd
3. ágúst 2007 Matvælaráðuneytið

Stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2007/2008

Stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2007/2008.

                      Í dag hafa verið gefnar út reglugerðir um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2007/2008 og reglugerð um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta.

 

                        Í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni á fiskveiðiárinu 2007/2008 eru tilgreindar aflaheimildir í einstökum tegundum, sem úthlutað verður á grundvelli aflahlutdeildar eða krókaaflahlutdeildar. Kemur fram í 2. gr. hennar hversu mikið kemur til úthlutunar þegar frá hafa verið dregnar þær aflaheimildir sem ráðstafað verður samkvæmt sérstökum heimildum í lögum um stjórn fiskveiða til eflingar sjávarbyggðum með úthlutun byggðakvóta, til stuðnings skel- og rækjubátum sem orðið hafa fyrir verulegri skerðingu aflaheimilda og loks til línuívilnunar. Samtals nema þær heimildir sem þannig eru dregnar frá rétt um það bil 11 þús. þorskígildislestum eða þúsund lestum minna en á síðasta ári og felst skerðingin í minni bótum til skel- og rækjubáta og er það í samræmi við reglugerð þar að lútandi.

 

                        Í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni felast óverulegar breytingar frá reglum yfirstandandi fiskveiðiárs en þó má nefna að felld hafa verið niður sérákvæði um rýmri tegundartilfærslur í tilteknum fisktegundum. Í þessu sambandi má jafnframt árétta að samkvæmt ákvörðun frá því í vor þá fellur þann 1. september n.k. niður 10% álag á fisk sem fluttur er óunninn á erlendan markað. Þessi ákvörðun hafði áður verið kynnt og ennfremur að sett hefur verið á laggirnar nefnd sem athuga á með hvaða hætti innlendum vinnsluaðilum verði gert kleift að bjóða í fisk sem flytja á óunninn út. Þá má minna á að 1. september n.k. tekur einnig gildi ný reglugerð um vigtun sjávarafla.

                                               

  

Reglurgerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2007/2008.

Reglugerð um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta skv. 1. tl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 116, 10. ágúst 2006.

 

 

Sjávarútvegsráðuneyti 3. ágúst 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta