Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2007 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kynnti sér starfsemi Íslandspósts

Kristján L. Möller samgönguráðherra heimsótti í dag höfuðstöðvar Íslandspósts hf. í Reykjavík. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri félagsins, tók á móti ráðherra og greindi frá helstu þáttum í starfseminni.

Samgönguráðherra hjá Íslandspósti.
Samgönguráðherra hjá Íslandspósti. Frá vinstri: Unnur Gunnarsdóttir, Ingimundur Sigurpálsson, Tryggvi Þorsteinsson og Kristján L. Möller.

Á næsta ári verður áratugur liðinn frá stofnun Íslandspósts. Fyrirtækið hefur á síðustu árum skilað hagnaði og er nú unnið eftir stefnumótun fyrir árin 2007 til 2011. Tíu ný pósthús verða byggð á næstu árum og verða tvö þau fyrstu tekin í gagnið á næstunni. Þá er unnið að endurbótum á nokkrum pósthúsum og alls nemur fjárfestingin við uppbygginguna kringum 700 milljónum króna að frádregnum sölutekjum af eldra húsnæði.

Fram kom að Íslandspóstur leggur áherslu á innri sem ytri uppbyggingu til að mæta aukinni samkeppni í póstþjónustu, bæði bréfa- og pakkasendingum, og nýtt verða tækifæri sem felast í bættri aðstöðu pósthúsa til að auka þjónustuna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta