Staða ellilífeyrisþega í aðildarríkjum OECD
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 16. ágúst 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Nýverið gaf OECD út skýrslu sem fjallar um eftirlaun til aldraðra, Pensions at a glance 2007.
Í skýrslunni eru teknir saman mælikvarðar sem sýna ellilífeyri í hverju landi sem hlutfall af launum verkamanns sem vinnur í 45 ár. Tölurnar í skýrslunni eiga við um árið 2004. Mælikvarðanum er skipt í þrennt, þ.e. sem hlutfall af lægri launum, meðallaunum og hærri launum.
Samkvæmt fyrri skýrslu OECD um sama málefni, sem kom út árið 2005, kom í ljós að íslenskir ellilífeyrisþegar voru rétt við meðaltal Norðurlandana og OECD. En í nýjustu skýrslunni kemur fram að staða íslenskra ellilífeyrisþega er nú enn betri í þessum samanburði og er vel yfir meðaltali Norðurlandanna og OECD landa eins fram kemur í meðfylgjandi töflu.
Land
|
Lægri tekjur
|
Meðal tekjur
|
Hærri tekjur
|
---|---|---|---|
Danmörk |
132,7
|
86,7
|
72,2
|
Finnland |
77,4
|
68,8
|
70,5
|
Ísland |
110,9
|
84,2
|
79,7
|
Noregur |
77,1
|
69,3
|
55,1
|
Svíþjóð |
81,4
|
64,0
|
73,9
|
Meðaltal Norðurlandanna |
95,9
|
74,6
|
70,3
|
Meðaltal OECD landa |
83,8
|
70,1
|
60,7
|
Í töflunni sést að staða íslenskra ellilífeyrisþega er hlutfallslega næst best á Norðurlöndunum á eftir Danmörku sé litið til hlutfalls af lægri og meðal tekjum en bestur ef litið er á hærri tekjur. Tölur OECD styðja aðra mælikvarða t.d. frá Nordisk Socialstatistisk Komité (NOSOSCO) þar sem að íslenskir ellilífeyrisþegar komu ágætlega út í samanburði við hin Norðurlöndin.
Nokkur atriði ber að hafa í huga varðandi skýrslu OECD. Í fyrsta lagi eru lífslíkur á Íslandi meðal þeirra hæstu innan OECD landa en hærri lífslíkur auki álag á lífeyriskerfin. Í öðru lagi er séreignarlífeyrissparnaður ekki tekinn með í tölum OECD en sá sparnaður er að verða umtalsverður hér á landi. Í þriðja lagi eiga tölur OECD við um árið 2004.