Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2007 Utanríkisráðuneytið

Fréttir af ferðum rússneskra herflugvéla um íslenskt flugumsjónarsvæði

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 88/2007

Þann 14. ágúst sl. hófust rússneskar heræfingar við norður heimskaut. Íslensk stjórnvöld hafa gert ráð fyrir að hluti þeirrar æfingar gæti falist í flugi langdrægra sprengjuflugvéla suður Atlantshaf og hefur Ratsjárstofnun verið sérstaklega á varðbergi vegna þessa. Rétt fyrir klukkan 2 aðfaranótt 17. ágúst bárust upplýsingar um að slíkt flug væri væntanlegt.

Upp úr hálf þrjú um nóttina voru fyrstu merki greind norð-austur af landinu. Í allt áttu sér stað þrjár mismunandi ferðir rússneskra sprengjuflugvéla um loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland tilheyrir. Í tveimur tilfellum var farið beint í suður austan af landinu, en í því þriðja komu flugvélarnar inn í eftirlitssvæðið norðaustur af Íslandi. Þær flugvélar flugu norður af landinu, fyrst í vesturátt, en beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. Vélarnar hurfu heim á leið og var sérstöku eftirliti lokið síðdegis í gær.

Fylgst var með fluginu allan tímann af Ratstjárstofnun og upplýsingum miðlað til viðeigandi stofnanna innanlands, ásamt því að skipst var á upplýsingum við viðeigandi herstjórnir innan Atlantshafsbandalagsins. Viðbrögð við fluginu voru samhæfð á milli þriggja bandalagsríkja, Íslands, Noregs og Bretlands. Breskar og norskar orrustuþotur mættu sprengjuflugvélunum og fylgdu þeim hluta leiðarinnar.

Eins og fyrr segir komu vélarnar inn í íslenska flugumsjónarsvæðið en ekki inn í lofthelgi Íslands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta