Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2007 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um réttindanám og próf til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur falið prófnefnd er starfar samkvæmt 3. mgr. 3. gr. laga 99/2004 um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, að efna til réttindanáms fyrir þá sem vilja öðlast löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasalar samkvæmt lögum 99/2004 og reglugerð 837/2004 um námskeið og prófraun til að öðlast löggildingu.

Námið hefst í september 2007 eftir nánari ákvörðun Endurmenntunar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík sem munu hvor um sig bjóða upp á námið á sínum vettvangi. Um er að ræða fjögurra missera og fjörtíu eininga nám á háskólastigi með samræmdum prófum með brautskráningu í júní 2009. Heimild til að þreyta próf öðlast þeir er:

1) Setið hafa námskeið sem haldið er skv. 4. gr. laga 99/2004.

2) Hafa að baki a.m.k. tólf mánaða ráðningartíma í fullu starfi hjá löggiltum fasteignasala.

3) Hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun að mati prófnefndar.

Námið verður því aðeins haldið að næg þátttaka fáist. Kostnaður vegna námsins og prófa er í heild kr. 750.000 sem skiptist í fjóra hluta og greiðist hver hluti í upphafi hvers misseris.

Sækja skal um þátttöku annaðhvort til Endurmenntunar Háskóla Íslands: www.endurmenntun.is eða Háskólans í Reykjavík: www.simennthr.is og umsóknir berast fyrir 25. ágúst nk.

Reykjavík,

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta