Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2007 Forsætisráðuneytið

Fundur með sendinefnd bandarískra fulltrúadeildarþingmanna

Bandarískir þingmenn
Forsætisráðherra á fundi með sendinefnd bandarískrar fulltrúadeildarþingmenn

Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, átti í morgun, mánudaginn 20. ágúst, fund með sendinefnd bandarískra fulltrúadeildarþingmanna í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þingmennirnir, sem bæði eru úr Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum, eiga sæti í undirnefnd fjárlaganefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um orku- og auðlindamál. Þingmennirnir voru áhugasamir um þann árangur sem Íslendingar hafa náð í notkun endurnýjanlegra orkugjafa og hafa mikinn hug á að efna til og auka samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands á því sviði. Með í för voru starfsmenn nefndarinnar auk sendiherra Bandaríkjanna, Carol van Voorst.

Reykjavík 20. ágúst 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta