Kynnisferð ráðherra til Skógræktar ríkisins
Skógræktarstjóri, Jón Loftsson tók á móti ráðherra og farið var í reiðtúr um skóginn og áð víða á leiðinni þar sem skógræktarstjóri, ásamt sínu starfsfólki, kynnti ráðherranum starfsemi Skógræktar ríkisins, m.a. kolefnisbindingu og eftirlit Skógræktarinnar með þeim þætti; viðarvöxt, grisjun og tilraunir í skógrækt og skipulagsmál.