Umhverfisráðherra og þingmenn skoðuðu Þjórsárver
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra slóst í liðinni viku í för með umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis í Þjórsárver. Í ferðinni var meðal annars gengið á Sóleyjarhöfða og farið í Þúfuver þar sem lífríkið var skoðað. Með í ferðinni voru fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar áhugahóps um verndun Þjórsárvera. Þjórsárver eru meðal helstu náttúrugersema Íslands og hefur svæðið verið friðlýst síðan 1981 og verið á lista yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði síðan 1990.