Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra og þingmenn skoðuðu Þjórsárver

Umhverfisráðherra með aðstoðarmanni og þingkonum.
Umhverfisráðherra og aðstoðarkona í fylgd þingkvenna úr umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra slóst í liðinni viku í för með umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis í Þjórsárver. Í ferðinni var meðal annars gengið á Sóleyjarhöfða og farið í Þúfuver þar sem lífríkið var skoðað. Með í ferðinni voru fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar áhugahóps um verndun Þjórsárvera. Þjórsárver eru meðal helstu náttúrugersema Íslands og hefur svæðið verið friðlýst síðan 1981 og verið á lista yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði síðan 1990.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta