Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrslit ljósmyndasamkeppninnar

Hinn 19. ágúst síðastliðinn voru úrslit í ljósmyndasamkeppninni í tilefni Árs jafnra tækifæra kunngjörð í Norræna húsinu. Sýning með völdum myndum úr keppninni var einnig opnuð á sama stað og verða myndirnar til sýnis fram til 26. ágúst næstkomandi.

Okkur barst mikill fjöldi mynda víðs vegar af landinu og var ánægjulegt að sjá hve margir tóku þátt í keppninni og sýndu frjótt hugmyndaflug í túlkun sinni á fjölbreytileika mannlífsins. Keppninni var skipt í tvo hópa, annars vegar einstaklingskeppni og hins vegar í hópakeppni, og voru veitt verðlaun í báðum hópunum. Í þriðja sæti í hópakeppni var Vinnuskólinn í Vogum, í öðru sæti var vinnuhópur 116 frá Reykjavík og í fyrsta sæti var vinnuhópur 344 frá Vinnuskólan Reykjavíkur. Salóme Gísladóttir í vinnuhópi 344 hlaut einnig fyrstu verðlaun í einstaklingskeppninni. Í öðru sæti var Hreinn Sverrisson frá Vinnuskóla Grindavíkur og í þriðja sæti var Þorsteinn Nikulás Cameron frá Vinnuskóla Reykjavíkur. Ráðuneytið óskar öllum vinningshöfum til hamingju með sigurinn og þakkar jafnframt öllum þeim sem sendu inn myndir í keppnina.

Myndirnar:

Vinnuskóli Reykjavíkur

1. sæti í hópakeppni, Vinnuskóli Reykjavíkur.

Vinnuskóli Reykjavíkur

2. sæti í hópakeppninni, Vinnuskóli Reykjavíkur.

Vinnuskólinn í Vogum

3. sæti í hópakeppninni, Vinnuskólinn í Vogum.

Vinnuskóli Reykjavíkur

1. sæti í einstaklingskeppninni, Salóme Gísladóttir.

Hreinn Sverrisson - Vinnuskólinn í Grindavík

2. sæti í einstaklingskeppninni, Hreinn Sverrisson.

Vinnuskóli Reykjavíkur

3. sæti í einstaklingskeppninni, Þorsteinn Nikulás Cameron.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta