Úttekt á framkvæmd stefnunnar um upplýsingasamfélagið árin 2004-2007
Hafin er úttekt sem ætlað er að varpa ljósi á hvernig til hefur tekist með framkvæmd stefnu upplýsingasamfélagsins Auðlindir í allra þágu, á árunum 2004-2007.
Markmið verkefnisins eru að:
- Meta hvernig tekist hefur að ná þeim markmiðum sem sett voru fram í stefnunni Auðlindir í allra þágu. Lagt verður mat á hvaða verkefni/verkefnaflokkar hafa tekist vel og hverjir ekki.
- Meta hvernig tekist hefur til við framkvæmd verkefnisins í heild, eftirfylgni, hvatningu, miðlun og kynningarstarf.
- Meta skipulag framkvæmdar s.s. aðkomu ráðuneyta, stofnana, sveitarfélaga og annarra.
- Draga lærdóm af formi, framsetningu og framkvæmd stefnunnar sem nýst gæti við ákvarðanatöku varðandi nýja stefnu og framkvæmd hennar.
Fyrirtækið Capacent ehf. framkvæmir úttektina og er niðurstaðna að vænta á haustmánuðum 2007.
Reykjavík 24. ágúst 2007