Grænlensk nefnd kynnir sér íslensk lög um umhverfisvernd og skipulagsmál
Fulltrúar endurskoðunarnefndar grænlenska þingsins komu til fundar með starfsfólki umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar í húsakynnum umhverfisráðuneytisins í liðinni viku. Nefndin var meðal annars stödd hér á landi til að kynna sér orkumál og málefni tengd álverum. Á fundinum var sérstaklega fjallað um lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulags- og byggingarlög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir og lög um umhverfismat áætlana. Þá var sérstaklega rætt um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar og almennt um álver og starfsleyfi og kröfur sem gerðar eru til þeirra hér á landi.