Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mikil aukning útgjalda til menntamála

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 30. ágúst 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á milli áranna 1998 og 2007 hafa árleg útgjöld til menntamála aukist um 15 milljarða króna og er þá tekið tillit til verðlagsbreytinga.

Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Til samanburðar hafa útgjöld til heilbrigðismála á sama tímabili aukist um 57%. Í töflunni hér að neðan má sjá árleg útgjöld til menntamála á árinu 1998 á verðlagi ársins 2007 samanborið við fjárlög 2007.

Útgjöld til menntamála 1998 og 2007

Flokkur
1998 M.kr.
2007 M.kr.
Breyting M.kr
Breyting %
Háskólastig
9.652
18.854
9.202
95
Almennt framhaldsskólastig
7.828
12.832
5.004
64
Sérskólastig
2.613
3.165
552
21
Námsaðstoð
248
550
301
121
Önnur fræðslumál
1.598
1.588
-10
-1
Útgjöld alls
21.939
36.988
15.049
69


Samkvæmt fjárlögum 2007 eru útgjöld til menntamála samtals 37 milljarðar króna, sem eru 10,1% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna sem jafngildir 95% aukningu. Hlutfallslega hafa hins vegar útgjöld til námsaðstoðar hækkað mest eða um 121%. Helstu skýringar á hækkunum útgjalda til menntamála er aukið námsframboð og nemendafjölgun.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta