Nefnd sem gera skal tillögur um uppbyggingu alhliða löggæslu- og öryggismálaskóla (Lokið)
Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um uppbyggingu alhliða löggæslu- og öryggismálaskóla. Nefndin skal huga að þeim kosti, að starfsemi löggæslu- og öryggismálaskóla fari fram í Keflavíkurstöðinni enda sé þar húsnæði og nauðsynlegur aðbúnaður.
Í nefndinni eiga sæti: Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, formaður, Hjálmar Árnason, forstöðumaður starfsgreinaháskóla á flugvallarsvæðinu við Keflavík, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélags Íslands og Sigurjón Halldór Birgisson, formaður Fangavarðafélags Íslands. Starfsmaður nefndarinnar er Gunnlaugur V. Snævar, yfirlögregluþjónn hjá Lögregluskóla ríkisins.
Nefndin skilaði lokaskýrslu til ráðherra í desember 2008. Sjá hér.