Styrkir úr Íþróttasjóði
Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 188/1999 og reglugerð nr. 388/2001 um breytingu á þeirri reglugerð. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:
Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
Íþróttarannsókna.
Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi.
Eyðublöð má finna á http://umsoknir.menntamalaraduneyti.is/
Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins. Aðgengi er einungis gefið á kennitölur og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.
Umsóknarfrestur er til 1. október 2007.