Hoppa yfir valmynd
3. september 2007 Dómsmálaráðuneytið

Viðeigandi reglugerðarbreytingar í kjölfar dóms Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur í dag staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 18. júlí síðastliðnum um að ákvæði 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1050/2006 um rannsókn og saksókn efnahagsbrota, sé í andstöðu við ákvæði laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Í reglugerðarákvæðinu sé gert ráð fyrir að saksóknari efnahagsbrota fari sjálfstætt með ákæruvald í þeim málum, sem eigi undir það. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 19/1991 sé ákæruvald hins vegar í höndum ríkissaksóknara og lögreglustjóra, þar á meðal ríkislögreglustjóra.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið mun í samráði við embætti ríkissaksóknara gera viðeigandi breytingar á framangreindri reglugerð til samræmis við niðurstöðu Hæstaréttar.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið

3. september 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum