Hoppa yfir valmynd
4. september 2007 Matvælaráðuneytið

Landbúnaðarháskóli Íslands fær viðurkenningu á fræðasviði náttúruvísinda

Landbúnaðarháskóli Íslands fékk í gær viðurkenningu á fræðasviði náttúruvísinda frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra afhenti Ágústi Sigurðssyni rektor Landbúnaðarháskólans viðurkenninguna. Ráðherra gat þess um leið að viðurkenningin væri ánægjulegur vottur farsællar uppbyggingar og framúrskarandi starfs sem unnið sé hjá skólanum.


Samkvæmt lögum um háskóla sem tóku gildi 1. júlí 2006 þurfa starfandi háskólar að hafa öðlast viðurkenningu á starfsemi sinni innan tveggja ára frá gildistöku laganna. Viðurkenning menntamálaráðherra byggir á reglum þar sem sett eru skilyrði um fjárhagslegt sjálfstæði háskólanna, hæfi starfsfólks, um inntak og framkvæmd náms og uppbyggingu prófgráða sem og almenna og sértæka aðstöðu til rannsókna og kennslu í ljósi aðþjóðlegra staðla og samþykkta.

Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands og fengu Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands einnig viðurkenningu. Á meðfylgjandi mynd eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Ólafur Arnalds deildarforseti Umhverfisdeildar LbhÍ og Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta