Um rannsóknarleyfi á Gjástykkissvæðinu
Fréttatilkynning iðnaðarráðuneyti Nr. 9/2007.
Vegna umfjöllunar um rannsóknarleyfi á Gjástykkissvæðinu vill iðnaðarráðuneytið taka fram að rannsóknarleyfi felur í sér almennt leyfi til rannsókna, en ekki leyfi til einstakra rannsóknarframkvæmda, hvort sem er yfirborðsrannsókna eða rannsóknarborana. Lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu var hvorki ætlað að taka með heildstæðum hætti á umhverfismálum, náttúruvernd og skipulagsmálum, né hrófla við eða víkja úr vegi þeirri löggjöf. Því gilda t.d. ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, laga um náttúruvernd og skipulags- og byggingarlaga um allar framkvæmdir rannsóknarleyfishafa þrátt fyrir útgáfu rannsóknarleyfis. Framkvæmdir rannsóknarleyfishafi í kjölfar útgáfu rannsóknarleyfis eru því háðar leyfum þar til bærra yfirvalda.
Ráðuneytið hefur tekið saman meðfylgjandi greinargerð um útgáfu rannsóknarleyfis á Gjástykkissvæðinu og lagagrundvöll hennar.
Reykjavík, 3. september 2007.
Greinargerð vegna útgáfu rannsóknarleyfis í Gjástykki (52 Kbytes)