Hoppa yfir valmynd
5. september 2007 Innviðaráðuneytið

Ný göngukort af Vestfjörðum

Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út fjögur göngukort af suðurhluta Vestfjarða. Fulltrúar samtakanna afhentu Kristjáni L. Möller samgönguráðherra kortin á dögunum. Þrjú kort til viðbótar eru væntanleg á næsta ári.

Göngukort af Vestfjörðum
Göngukort af Vestfjörðum. Kristján Möller, Helga Haraldsdóttir, Björn Samúelsson og Sævar Pálsson skoða nýju göngukortin.

Sævar Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, og Björn Samúelsson, formaður Ferðamálafélags Reykhóla, afhentu ráðherra kortin. Fyrstu fjögur kortin ná til sunnanverðra Vestfjarða og Dala og segir Sævar að þrjú kort til viðbótar verði gefin út á næsta ári. Þau ná yfir norðurhluta Vestfjarða eða Strandir, Hornstrandir og Ísafjarðarsýslur. Kortin má nýta til skipulagningar gönguferða og hestaferða um byggðir og óbyggðir í þessum landshlutum.

Helgi M. Arngrímsson frá Borgarfiði eystra sá um gerð kortanna en fjölmargir heimamenn lögðu hönd á plóg, sáu um yfirlestur og gáfu góð ráð.


     
 Göngukort af Vestfjörðum      
       
       

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta