Hoppa yfir valmynd
6. september 2007 Innviðaráðuneytið

Breytingar á lögum um skipan ferðamála

Unnin hafa verið drög að breytingum á lögum um skipan ferðamála nr. 73/2005. Þeir sem óska eftir að koma á framfæri umsögnum geta send erindi sín á tölvupóstfang samgönguráðuneytisins, [email protected], fyrir 14. september næstkomandi.

Breytingarnar eru unnar í samráði við Ferðamálastofu og eru einkum lagfæringar á nokkrum atriðum sem komið hefur í ljós við framkvæmd laganna að betur megi fara. Snúa þær einkum að því að afmarka betur starfsemi sem fellur undir ferðaskipuleggjanda, kveða á um skyldu til notkunar á auðkenni Ferðamálastofu og úrræði sem hægt er að grípa til þegar leyfisskyld starfsemi er stunduð án leyfis.

Frumvarpsdrögin er að finna hér.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum