Hoppa yfir valmynd
7. september 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra hefst handa við endurskoðun almannatrygginga

Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2007 og í ljósi þess að málefni aldraðra og almannatryggingar munu flytjast frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis um næstu áramót hefur félagsmálaráðherra ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni. Skipuð verður fimm manna verkefnastjórn sem vinna skal heildstæðar tillögur um eðlilegar fyrstu aðgerðir, langtíma stefnumótun og nauðsynlegar lagabreytingar þeim samfara. Verkefnastjórninni til ráðgjafar mun starfa ráðgjafarnefnd skipuð fulltrúum hagsmunaaðila.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum