Hoppa yfir valmynd
7. september 2007 Utanríkisráðuneytið

Háskólafundaröð hófst í dag

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 95/2007

Háskólafundaröðin „Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur" var formlega hleypt af stokkunum í morgun að viðstöddu fjölmenni með málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Á opnunarmálþinginu undir yfirskriftinni„Alþjóðasamstarf á 21. öld og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna" fluttu Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra erindi. Þá fjölluðu fræðimennirnir Alyson Bailes, Baldur Þórhallsson og Björg Thorarensen um ólíka þætti tengda auknu hlutverki Íslands á alþjóðavettvangi, sérstaklega því sem fælist í setu í Öryggisráði Sameinuðuþjóðanna. Fundarstjóri var Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor.

Erindi fræðimannanna eru hjálögð.

Með háskólafundaröðinni taka íslensk stjórnvöld höndum saman með háskólasamfélaginu í landinu til að efla vandaða umræðu um alþjóðamál og sérstaklega hlutverk Íslands á alþjóðavettvangi í nútíð og framtíð. Tillögur að fundar- og umræðuefnum koma frá háskólunum sjálfum, og tengjast gjarnan kennslu- og fræðaáherslum þeirra, og munu fræðimenn háskólanna taka þar virkan þátt.

Það er ekki síst markmið fundaraðarinnar að styrkja tengsl milli stjórnvalda, og sérstaklega utanríkisráðuneytisins og háskólasamfélagsins, í þágu enn öflugra stefnumótunarstarfs á sviði alþjóða- og utanríkismála.

Hjálagt er yfirlit yfir fyrirhugaða fundi og málþing í háskólum landsins þar sem fjölmörg svið alþjóðamála verða til umfjöllunar. Fundaröðinni mun ljúka á vordögum 2008 með ráðstefnu um Ísland og alþjóðamál.

Fundirnir eru öllum opnir, en það er von íslenskra stjórnvalda að fundaröðin verði til þess að efla umræðu um alþjóðamál og skerpa sýn á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, sem og á erindi og ávinning Íslendinga af alþjóðlegu samstarfi í framtíðinni.

Ávarp utanríkisráðherra (PDF skjal  22,2 KB)

Ávarp forsætisráðherra (PDF skjal  12,1 KB)

Fyrirlestur Baldurs Þórhallssonar (PDF skjal  27,9KB)

Fyrirlestur Alyson Bailes (á ensku PDF skjal  18,2 KB)

Fyrirlestur Bjargar Thorarensen (PDF skjal 10,4 KB)

Dagskrá fundaraðarinnar, september 2007 til maí 2008 (PDF skjal 5,57 KB)

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta