Hoppa yfir valmynd
7. september 2007 Innviðaráðuneytið

Ný stjórn Iceland Naturally í Evrópu

Samgönguráðherra hefur skipað Valgerði Baldursdóttur, eiganda og fjármálastjóra ferðaskrifstofunnar Lax-á ehf., formann Iceland Naturally í Evrópu.

Valgerður Baldursdóttir formaður IN í Evrópu
Valgerður Baldursdóttir formaður IN í Evrópu

Iceland Naturally verkefninu var hleypt af stokkunum í Evrópu á síðasta ári í ljósi góðrar reynslu og árangurs af samskonar verkefni í Bandaríkjunum. Er því ætlað að styrkja ímynd Íslands og auka áhuga á íslenskri ferðaþjónustu og vörum. Er hér um að ræða samstarfsverkefni stjórnvalda og nokkurra fyrirtækja sem hagsmuna eiga að gæta á evrópskum mörkuðum.

Til að byrja með er sjónum beint sértaklega að Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi og er gildistími samningsins til ársloka 2008. Fyrirtækin sem aðild eiga að samkomulaginu eru Icelandair, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Bláa lónið og Iceland Spring. Unnið er að því að fá fleiri aðildarfyrirtæki.

Fulltrúar aðildarfyrirtækjanna í stjórninni eru Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins hf., og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsviðs Icelandair. Felix Bergsson er skipaður í stjórnina án tilnefningar og Þórhildur Þorleifsdóttir er tilnefnd af utanríkisráðherra.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta