Hoppa yfir valmynd
7. september 2007 Utanríkisráðuneytið

Nýir skrifstofustjórar varnarmálaskrifstofu og auðlinda- og umhverfisskrifstofu

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 96/2007

Ákveðið hefur verið að Þórir Ibsen, skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins, hafi hlutverkaskipti.

Þórir Ibsen tekur við starfi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu af Jóni Agli Egilssyni. Þórir hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá 1998 og hefur víðtæka reynslu af fjölþjóðlegum stofnunum og alþjóðlegum samningaviðræðum. Auk þess að hafa starfað sem varafastafulltrúi Íslands hjá NATO hefur hann gegnt stöðu skrifstofustjóra auðlinda- og umhverfisskrifstofu og staðgengils sendiherra Íslands í Brussel og gagnvart Evrópusambandinu. Áður starfaði Þórir í umhverfisráðuneytinu m.a. sem deildarstjóri alþjóðadeildar. Þórir er fæddur 1959. Hann lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1982 og MA prófi í alþjóðastjórnmálum frá York University í Kanada 1984.

Jón Egill Egilsson tekur við starfi skrifstofustjóra auðlinda- og umhverfisskrifstofu ráðuneytisins af Þóri Ibsen. Jón Egill hefur undanfarin tvö ár verið skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu en hefur starfað innan raða utanríkisþjónustunnar í rúma tvo áratugi, m.a. sem sendiherra Íslands í Moskvu og Berlín auk þess sem hann hefur áður gegnt starfi skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu og starfað í sendiráðum Íslands í Washington og Osló. Jón Egill er með MA próf í sagnfræði frá Edinborgarháskóla.

Skiptin miðast við 15. september næstkomandi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta