Hoppa yfir valmynd
7. september 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipun í embætti forstöðumanns Húsafriðunarnefndar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Nikulás Úlfar Másson í embætti forstöðumanns húsafriðunarnefndar ríkisins til fimm ára, frá 1. nóvember næstkomandi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Nikulás Úlfar Másson í embætti forstöðumanns húsafriðunarnefndar ríkisins til fimm ára, frá 1. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneyti bárust alls fimm umsóknir um embættið en ein þeirra var afturkölluð.

Nikulás Úlfar lauk námi í arkitektúr frá Portsmouth School of Architecture árið 1983. Frá árinu 1991 hefur hann starfað við varðveislu, rannsóknir og skipulagsmál í tengslum við byggingararfinn í Reykjavík og á landsbyggðinni. Á árunum 1991 - 2001 starfaði hann sem deildarstjóri húsadeildar Árbæjarsafnsins, um tíma sem staðgengill borgarminjavarðar og sat í húsafriðunarnefnd ríkisins. Frá árinu 2001 hefur hann starfað sem verkefnastjóri hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta