Endurnot opinberra upplýsinga
Forsætisráðuneytið, LÍSU samtökin og ePSIplus verkefni Evrópusambandsins héldu hádegisverðarfund miðvikudaginn 5. september 2007 í Kornhlöðunni, Lækjarbrekku, Bankastræti 2.
Fundurinn var landsfundur ePSIplus á Íslandi og var tilgangur hans að kynna tilskipun um endurnot opinberra upplýsinga, innleiðingu tilskipunarinnar hér á landi og endurskoðunarferli sem hefst árið 2008. Fundargestum gafst tækifæri til að kynna viðhorf sín til núverandi tilskipunar og taka þannig þátt í endurskoðun hennar.
Gerðar eru ítarlegar skýrslur um landsfundi ePSIplus og stöðu mála í hverju landi og þær upplýsingar verða notaðar í endurskoðunarferli tilskipunarinnar.
Ákvæði tilskipunar ESB um endurnot opinberra upplýsinga (2003/98/EB frá 17. nóvember 2003), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105/2005, hafa verið felld inn í upplýsingalög nr. 50/1996 og tóku breytingarnar gildi 1. janúar 2007. Markmiðið með þeim breytingum var að auka endurnot opinberra upplýsinga til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Jafnframt voru lögleiddar samræmdar evrópskar lágmarksreglur um endurnot opinberra upplýsinga. Sjá upplýsingalög með áorðnum breytingum hér.
Á árinu 2006 var sett á laggirnar verkefni fjármagnað af eContentplus verkefnaáætlun ESB undir heitinu ePSIplus thematic network. Tilgangur verkefnisins er að styðja við og fylgja eftir innleiðingu fyrrnefndrar tilskipunar, fram að endurskoðun hennar árið 2008. Forsætisráðuneytið er aðili að ePSI plus verkefninu og er fulltrúi ráðuneytisins þar Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu upplýsingasamfélagsins.
Á vef ePSIplus verkefnisins: http://www.epsiplus.net/ má nálgast talsvert af upplýsingum um hvernig innleiðing tilskipunar um endurnot opinberra upplýsinga gengur fyrir sig í öðrum ríkjum Evrópu. Þar eru fréttir, skýrslur, lagaleg gögn, reynslusögur og kynningar um málið. Christopher Corbin er sérfræðingur í ePSIplus verkefninu og hefur lengi starfað fyrir AGI, bresku landssamtökin um landupplýsingar. Einnig hefur hann starfað í EUROGI, Evrópusamtökum landssamtaka um landupplýsingar.
LÍSU samtökin vinna að þessu verkefni í samstarfi við forsætisráðuneytið, sem fylgir eftir innleiðingu tilskipunarinnar hér á landi.
Erindi Halldórs Árnasonar, skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti
Erindi Páls Þórhallssonar, lögfræðings í forsætisráðuneyti
Erindi Christopher Corbin, ePSIplus sérfræðingur