Hoppa yfir valmynd
11. september 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruviðskipti í ágúst

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 6. september 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu var vöruskiptajöfnuður neikvæður um 12 milljarða í ágúst sem er nokkur bati frá júlímánuði þegar hallinn var 14,8 milljarðar króna.

Útflutningur nam 17,8 milljörðum króna meðan flutt var inn fyrir um 29,8 milljarða, en dregið hefur úr innflutningi, sem var um 2 milljörðum lægri í ágúst en í júlí. Ef nánar er rýnt í undirliði innflutnings má sjá að innflutningur á fjárfestingarvörum lækkar umtalsvert milli mánaða vegna samdráttar í stóriðjuframkvæmdum. Einnig dró úr eldsneytisinnflutningi en sá liður er sveiflukenndur.

Aðrir liðir vísa upp á við milli mánaða. Verðmæti innflutnings á hrá- og rekstrarvörum eykst og innflutningur á neysluvörum eykst lítillega, einkum út af hálf-varanlegum neysluvörum (t.d föt og skór). Innflutningur á bílum jókst lítillega ásamt innflutningi á skipum og flugvélum. Það sem af er ári er vöruskiptajöfnuður neikvæður um 85,2 milljarða króna miðað við 105,2 milljarða króna árið 2006.

Á næstu misserum má gera ráð fyrir batnandi horfum vöruskiptajafnaðar með hægt hjaðnandi innflutningi og auknum útflutningi eftir því sem álframleiðsla eykst.

Staðvirtur vöruinnflutningur án skipa og flugvéla í janúar 2003 til júlí 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta