Styrkir til kennslu grunnnáms í listdansi
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrki til dansskóla er kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdansskóla. Styrkjunum er ætlað að efla framboð grunnnáms í listdansi. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að skólinn hafi hlotið viðurkenningu ráðuneytisins á starfseminni samkvæmt viðmiðum sem ráðuneytið hefur sett. Umsókn um rekstrarstyrk þurfa að fylgja upplýsingar um nemendafjölda á hverju stigi grunnnámsins, upplýsingar um kennslustundafjölda og skólagjöld. Nánari leiðbeiningar um frágang umsókna eru á umsóknareyðublaði sem er á vef ráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 30. september næstkomandi.