Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts
Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 3. september sl., að úthlutun framlags til sveitarfélaga á grundvelli reglugerðar nr. 80/2001, með síðari breytingum, um jöfnun tekjutaps sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2006.
Hér má sjá niðurstöðu gagnvart einstökum sveitarfélögum og yfirlit yfir greiðslur til sveitarfélaga það sem af er árinu og eftirstöðvar þær sem komu til greiðslu 12. september. Heildarúthlutun framlaganna í ár nemur 2.194.600 m.kr.
Úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna árið 2007