Hoppa yfir valmynd
13. september 2007 Innviðaráðuneytið

Vestnorræn ferðakaupstefna í Þórshöfn í Færeyjum

Kristján L. Möller samgönguráðherra var heiðursgestur á vestnorrænu ferðakaupstefnunni sem haldin var í Færeyjum í byrjun vikunnar og lauk í gær.

Samgönguráðherrar Íslands og Færeyja á vestnorrænu ferðakaupstefnunni.
Samgönguráðherrar Íslands og Færeyja á vestnorrænu ferðakaupstefnunni.

Kaupstefnuna sækir fjöldi vestnorrænna ferðaþjónustuaðila til að kynna vöru sína fyrir kaupendum sem koma víðsvegar að. Íslendingar voru að vanda áberandi stærsti hópur seljenda á kaupstefnunni sem var vel sótt en hún var nú haldin í 22. sinn.

Íslenski samgönguráðherrann naut gestrisni færeyska starfsbróður síns, Bjarne Djurholm, og voru honum meðal annars kynntar ítarlega fyrirhugaðar framkvæmdir við alþjóðaflugvöllinn í Vágum og lagning sæstrengs frá Færeyjum til Bretlands sem komin er vel á veg.

Í lokahófi kaupstefnunnar ávarpaði Kristján L. Möller gesti og bauð þá velkomna til Íslands á næsta ári en vestnorrænu löndin skiptast á að halda Vest Norden Travel Mart.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta