Hoppa yfir valmynd
17. september 2007 Forsætisráðuneytið

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Svartfjallalands

Myndin er tekin á fundi forsætisráðherra Íslands og Svartfjallalands, Geirs H. Haarde og Zeljkos Sturanovic i Podgorica.
Myndin er tekin á fundi forsætisráðherra Íslands og Svartfjallalands, Geirs H. Haarde og Zeljkos Sturanovic i Podgorica

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fer í opinbera heimsókn til Svartfjallalands dagana 17. - 19. september n.k. Þar mun hann m.a. eiga fundi með Filip Vujanovic, forseta landsins, Zeljko Sturanovic, forsætisráðherra, Milan Rocen, utanríkisráðherra, og Ranko Krivokapic, forseta þjóðþingsins.

Ísland viðurkenndi fyrst ríkja sjálfstæði Svartfjallalands 8. júní 2006 og stofnað var til stjórnmálasambands 26. september 2006.

Nánari upplýsingar veitir Gréta Ingþórsdóttir í s. 660 4960

Reykjavík 17. september 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta