Opinber heimsókn forsætisráðherra til Svartfjallalands
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fer í opinbera heimsókn til Svartfjallalands dagana 17. - 19. september n.k. Þar mun hann m.a. eiga fundi með Filip Vujanovic, forseta landsins, Zeljko Sturanovic, forsætisráðherra, Milan Rocen, utanríkisráðherra, og Ranko Krivokapic, forseta þjóðþingsins.
Ísland viðurkenndi fyrst ríkja sjálfstæði Svartfjallalands 8. júní 2006 og stofnað var til stjórnmálasambands 26. september 2006.
Nánari upplýsingar veitir Gréta Ingþórsdóttir í s. 660 4960
Reykjavík 17. september 2007