Hoppa yfir valmynd
18. september 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr upplýsingabæklingur á ensku fyrir erlenda starfsmenn

Vinnumálastofnun hefur gefið út bækling á ensku um lífs- og vinnuskilyrði á Íslandi. Í bæklingnum er leitast við að gefa hagnýtar og greinagóðar upplýsingar um flest það sem erlendir starfsmenn þurfa að vita og hafa í huga fyrstu mánuðina á Íslandi.

Vinnumálastofnun hefur gefið út vandaðan og efnismikinn bækling á ensku um lífs- og vinnuskilyrði á Íslandi. Áhersla er lögð á að veita traustar grunnupplýsingar og leitast er við að svara öllum algengustu spurningum sem upp koma þegar fólks flyst til landsins. Í bæklingnum er að finna hagnýtar og greinagóðar upplýsingar um flest það sem erlendir starfsmenn þurfa að vita og hafa í huga fyrstu mánuðina á Íslandi. Farið er yfir atriði eins og skráningu inn í landið, atvinnuleit, skattakerfið, framfærslukostnað, félagsleg réttindi, skólakerfið og fleira.
Með útgáfu bæklingsins vill Vinnumálastofnun við stuðla að aukinni þekkingu erlendra starfsmanna á réttindum sínum og skyldum á íslenskum vinnumarkaði og í íslensku samfélagi yfirleitt.

Það er EES-vinnumiðlun á Íslandi (EURES) sem hefur veg og vanda af gerð og útgáfu bæklingsins.

Skjal fyrir Acrobat ReaderBæklingurinn Living and working in Iceland

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta